9.4.09
Kosningasmali fyrir Flokkinn
Einu sinni var bóndi í Reykjavík miðri. Þetta var í kringum 1950. Bóndinn var í hokri, skuldum vafinn og vildi hætta búskap. Sjálfstæðisflokkurinn var með borgarstjórnina eins og alltaf þar til eftir 1980. Hann samdi við þá um að þeir keyptu af sér kofana fyrir yfirverð og sæu sér fyrir vinnu. Og í staðinn gerðist hann kosningasmali fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var upp frá því fangavörður og fyrir allar kosningar þá smalaði hann unglingunum í starf fyrir Flokkinn og þeir fengu miða á dansleiki Flokksins í staðinn. Fátt var um böll á þessum tíma svo þetta var vel þegið. Svo var þeim boðið að ganga í flokkinn þegar þau urðu 16 ára, nema þeim sem hann vissi að áttu foreldra sem voru kommúnistar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
ég hef heirt að ekki sé séns að fá þjálfarastarf fyrir yngri flokkana í íþrottahreifingunni nema vera í Sjálfstæðisflokknum.
ReplyDeleteÞeir einir fengu að fara inn á böllin sem voru með flokksskírteini. Svo það var eftir einhverju að slægjast.
ReplyDelete