10.4.09

Hvað um felustyrki stjórnmálaflokkanna?

Á þeim árum sem ég starfaði hjá Eimskip fóru gjarnan einhverjir skipverjar í frí skömmu fyrir kosningar til atkvæðasmölunar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Oftast voru þetta stýrimenn sem héldu launum hjá Eimskip meðan á smöluninni stóð og héldu svo til skips að nýju að afloknum kosningum. Þegar þeir vildu svo hætta til sjós og komast í land, opnuðust þeim allar dyr og þeir fengu þægileg störf í landi, ef ekki hjá Eimskip, þá hjá ríki eða borg (meðan íhaldið réði borginni) eða þá hjá fyrirtækjum og stofnunum sem tengdust flokknum.

Rænt af vef Önnu Kristjánsdóttur

No comments:

Post a Comment