12.4.09

Geir biður loksins afsökunar: allt fyrir flokkinn

Eftirfarandi var á flottu bloggi:
----------------------
Flokkurinn fyrst - hvað með þjóðina?

Geir H Haarde getur beðist afsökunar og tekur ábyrgð á því að þiggja milljónirnar 60 frá FL og Landsbankanum.

En hann gat ekki beðist afsökunar eða tekið ábyrgð á því að bankakerfið hrundi og í framhaldinu efnahagslífið.

Hann gat heldur ekki beðið Breiðuvíkurdrengina afsökunar.

Það er gott að forgangsröðunin sé á hreinu.

(rænt frá Gesti)

11.4.09

Hvað þurfti að jafna?

Það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem logar stafna á milli vegna "styrkja" tveggja fyrirtækja......allt þjóðfélagið logar af forvitni um það HVAÐ það var sem þurfti að jafna út með 25 milljón króna viðbótargreiðslu Landsbankans, til að vera í sömu hæðum og FL-Group, eða eigum við heldur að segja, með sama rétt?

Það má vera að þeir sem tóku ákvarðanir um að veita flokki sínum þessa ofurstyrki séu bara svona góðir og gegnir Sjálfstæðismenn..............og þeir sem tóku við þeim líka...... en að manni læðist grunur um að eitthvað annað liggi að baki...........

Var 30 milljóna króna styrkur til Sjálfstæðisflokks til þess að liðka fyrir sölu á Hitaveitu Suðurnesja til FL Group?

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 30 milljón króna styrk frá fjárglæframönnunum Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri í árslok 2006.

Nokkrum vikum seinna, í skjóli kosninga, seldi þáverandi ríkisstjórn, ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þeim sömu mönnum Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri 32% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, stærstu orkuauðlind Íslendinga. Lyktaði allt það mál af stórfelldri spillingu.

Stuttu eftir að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tók við voru samin lög um að almenningur þyrfti að eiga meirihluta í orkuauðlindum landsmanna en af einhverjum ástæðum ákvað þáverandi og reyndar núverandi iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, að undanskilja Hitaveitu Suðurnesja algerlega frá þeim lögum.

Þar á eftir reyndi borgarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að koma 16% hlut borgarinnar í hitaveitunni til þessara sömu manna í gegnum skúffufyrirtækið REI.

Voru þessar 30 milljónir sem vinirnir Hannes Smárason og Jón Ásgeir gáfu Sjálfstæðisflokknum hugsanlega til þess eins að tryggja þeim yfirráð yfir stærstu orkuauðlind Íslendinga (sjá hér)?

Fengu fleiri flokkar slíkar fyrirgreiðslur?

Hvert er hlutverk samfylkingarinnar í einkavæðingu orkugeirans, af hverju vildi Össur svona ólmur undanskilja hitaveituna frá lögum sem kveða á um meirihlutaeign almennings í orkuauðlindum þjóðarinnar og af hverju er framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar kominn í felur?

Sennilega sjáum við aðeins topp ísjakans og sennilega fáum við aldrei að vita hvað raunverulega lá bakvið þessari 30 milljón króna mútugreiðslu til Sjálfstæðisflokksins.

Það er þó víst að þeir landráðamenn sem tóku þátt í þessum gjörningi sviku þjóð sína.

10.4.09

Hvað um felustyrki stjórnmálaflokkanna?

Á þeim árum sem ég starfaði hjá Eimskip fóru gjarnan einhverjir skipverjar í frí skömmu fyrir kosningar til atkvæðasmölunar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Oftast voru þetta stýrimenn sem héldu launum hjá Eimskip meðan á smöluninni stóð og héldu svo til skips að nýju að afloknum kosningum. Þegar þeir vildu svo hætta til sjós og komast í land, opnuðust þeim allar dyr og þeir fengu þægileg störf í landi, ef ekki hjá Eimskip, þá hjá ríki eða borg (meðan íhaldið réði borginni) eða þá hjá fyrirtækjum og stofnunum sem tengdust flokknum.

Rænt af vef Önnu Kristjánsdóttur

Bjarni Benediktsson tók við fé í Sjálfstæðisflokkinn á móti niðurfellingu skatta á lögaðila!


Bjarni Benediktsson forsætisráðherra 1963 - 1970, faðir Björns Bjarnasonar fyrrverandi Dómsmálaráðherra og afabróðir Bjarni Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins tók við fé í sjóði sjálfstæðisflokksins gegn því að skattaskuld á viðkomandi lögaðila var felld niður.

Árið 1969 hafði Helgi Eyjólfsson þá forstjóri sölu varnarliðseigna milligöngu um að aðstoða stórt fyrirtæki í Reykjavík við að losna við skattaskuld fyrirtækisins gegn greiðslu í sjóði Sjálfstæðisflokksins. Helgi kom á tengslum lögaðilans og Bjarna sem bauð lögaðilanum að borga fasta upphæð í Sjálfstæðisflokkinn á mánuði í eitt ár og í staðin fengi hann felldar niður skattaskuldir sínar.

Lögaðilinn skrifaði undir víxla er Bjarni tók við til þess að festa greiðslurnar til Sjálfstæðisflokks lögformlega. Greiðslan sem innt var af hendi var 7.000 kr. á mánuði í tvö ár.

Rænt af:

Leyniþjónustu Götunnar

9.4.09

Sjálfstæðisflokkurinn á réttlætið

Allir hæstaréttardómarar á Íslandi eru í Sjálfstæðisflokknum fyrir utan einn. Það er Hjördís Hákonardóttir sem var komin með kæruferli í gang. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, gekk fram hjá henni, trekk í trekk. Hann endaði svo með að fara í viku frí, Árni (sparigrís úr Hafnarfirði) settir í ráðherrastólinn á meðan og veitti henni embættið.

Er íþróttahreyfingin spillt?

Ég hef heyrt að ekki sé séns að fá þjálfarastarf fyrir yngri flokkana í íþrottahreyfingunni nema vera í Sjálfstæðisflokknum.