11.4.09

Hvað þurfti að jafna?

Það er ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn sem logar stafna á milli vegna "styrkja" tveggja fyrirtækja......allt þjóðfélagið logar af forvitni um það HVAÐ það var sem þurfti að jafna út með 25 milljón króna viðbótargreiðslu Landsbankans, til að vera í sömu hæðum og FL-Group, eða eigum við heldur að segja, með sama rétt?

Það má vera að þeir sem tóku ákvarðanir um að veita flokki sínum þessa ofurstyrki séu bara svona góðir og gegnir Sjálfstæðismenn..............og þeir sem tóku við þeim líka...... en að manni læðist grunur um að eitthvað annað liggi að baki...........

No comments:

Post a Comment